June 14, 2005

Vespa!

Þá er stelpan farin. Held ég hafi náð að skemmta henni vel.. ég og aðrir. Það má ekki skilja skítalana út undan. Það væri ljótt. Þeir áttu sinn þátt í því að skemmta henni. Sýndi henni það helsta sem er að sjá í borginni en fór ekki með hana upp í turninn. Ég ætla að líta þannig á það að hún hafi ekki nennt því.

Fórum í fjallgöngu og létum haltrandi gamalmenni rústa okkur bæði á leiðinni upp og svo aftur niður. Ung? Kannski ekki. Gerðum eiginlega ekki rassgat fyrr en síðasta daginn. Þá var farið í ís, kaffi, líkkjör og pizzu. Það helsta sem ítalía hefur upp á að bjóða. Nema hvað ég fór með hana í grillveislu líka. 200 kíló af kjöti, 20 lítrar af rauðvíni og 25 660ml bjórflöskur. Við fimmtán sem vorum í veislunni náðum að klára þetta allt. Segið svo að við séum ekki klár!

Nú tekur við eitthvað annað. Vonandi nennir hún að segja betur frá þessu. Ekki ljúga samt.

No comments:

Post a Comment