June 20, 2005

Það var káfað á mér!!!

Mér líður ekkert svo illa. Varð fyrir kynferðislegri áreitni og ég verð að segja að mér fannst það ekkert niðurlægjandi. Eins og segir þarna í þarna dótinu þarna... mennirnir eru ekki allir eins og sumir þeirra örlítið kannski ekki alveg eins og hinir þá líka. En ég og skítalía erum þá kannski jöfn eftir að ég var sakaður um tilraun til naugðunar um daginn eftir að hafa skellt kossi á enni einnar vinkonu Kjöru. Sem mér finnst svolítið skondið þar sem við kossinn brá henni svo rosalega að hún tók ekki eftir því að ég var á fullu að káfa á brjóstunum á henni og hrópaði upp yfir mig "Wúllí! wúllí! wúllí!" (ég vil fá að taka það fram hérna að ég er kannski að grínast.)

Sorglegur dagur á laugardag. Þó hann hafi endað ágætlega. Það var stórleikur hér í borginni... Bologna mætti Parma (Parmegiano, pezzo di merda!) í leik um hvort liðið myndi falla um deild. Bologna vann fyrri leikinn 0-1 á heimavelli Parma og allt leit vel út. Þurftum bara jafntefli til þess að bjarga okkur frá falli. Gekk ekki. Lokaniðurstaða 0-2 fyrir Parma og Bologna því fallið niður í B-deild og nokkuð ljóst að það verður ekki farið á völlinn á næstu leiktíð. EN leikurinn var ekki það merkilegasta við laugardaginn, aldeilis ekki. Það merkilegasta er að ég fékk í fyrsta skipti á ævinni að þefa af táragasi. Það er ekki skemmtilegt. Óþefur af því.

Það varð allt vitlaust þegar leiknum lauk. Bologna-búar voru ekki ánægðir með úrslitin. Skiljanlega. Þegar um það bil 5 mínútur voru eftir byrjaði að rigna inn á hlaupabrautina, milli stúkunnar og vallarins, blysum og sætum. Það voru reyndar ekki nema u.þ.b. 20 manns sem voru að kasta blysum og öðrum hlutum. Svo einhvern veginn tókst þeim að finna bekk sem þeir notuðu til þess að brjóta gler til þess að komast inn á völlinn. Allan tímann stóð löggan í hóp og horfði í mestu rólegheitum á. Þangað til þeir fyrstu (þeir voru ekki nema tveir sem komust í gegn) komust inn á völlinn. Þá voru kylfur og táragas notuð til þess að hafa hemil á liðinu, nema hvað þegar löggan er að skjóta táragashylkjum á þennan fámenna hóp við glerið neðst í stúkunni þá missi ein löggan stjórn á sér og skýtur hylkinu lengst upp í stúkuna þar sem róleg fjölskyldufólk var að fylgjast með því sem fyrir neðan fór fram. Einn mjög svo óheppinn áhorfandi fékk hylkið beint á brjóstkassann. Ái. Við þetta tæmdist stúkan enda ekki skemmtilegt að þurfa að anda að sér táragasi. Við japinn vorum þarna aðeins til hliðar og fengum þef af gasinu. Svíður eins og sýfillis. Nema bara í nefið. Þá létum við okkur hverfa og löbbuðum heim niðurlútir. Samt skrítin tilfinning að labba burt frá vellinum með þyrlur sveimandi yfir og fleiri hundruð löggur gráar fyrir járnum út um allt. Man ekki eftir að hafa lent í því heima.

Reyndar fórum við ekki heim strax. Það var mexíkóskkönskkóskkönsk veisla í götunni á leiðinni heim. Þar drakk ég í fyrsta og síðasta skipti á ævinni Mezcal. Mexíkanskt brennivín með ormi í flöskunni. Matteo, vinur minn, sá til þess að sturta orminum í sig. Hann veldur engum ofskynjunum. Hann er bara markaðstrykk. Svindl segi ég. Var bara að komast að því. Notaður líka til þess að fela það ef Mezcalið er illa gert með óbragði. Vínið hafði alla vegna áhrif og ég fékk gefins sombrero hatt sem ég geng núna alltaf með og dansa mexíkanska þjóðdansa. Damn sexí by the way.

Þarf að fara að skipuleggja sviðakvöld. Hér verða borðuð svið í dag eða á morgun. Þá ætla ég líka að reyna við japanska stelpu. There is a first time for everything.

No comments:

Post a Comment