Grill á grill ofan
Grillveisla í hæðum bolognaborgar í kvöld. Líkt og "stúlkan sem ég þekki" veit þá geta þetta verið stórkostlegir hlutir. En tekur á líkamlega og andlega. Við skulum óska körfuknattleiksliði Bologna til hamingju. Þeir eru skÍtalíumeistarar. Fögnuðum því í gær.
Á morgun er svo leikur upp á líf og dauða fyrir knattspyrnulið borgarinnar. Tap þýðir önnur deild. Sigur eða jafntefli fyrsta deild. Ég verð á vellinum og reyni að hvetja eins og ég get. Eða get ég það?
Átti skemmtilegt samtal við skÍtala í gær:
Ég: "Hvaðan ertu?"
Hann: "Puglia. Alveg lengst niður í suðri."
Ég: "Hmmm. Mér hefur alltaf fundist fólk frá suður-skÍtalíu vera frekar skítugt fólk."
Hann: "HA?!"
Ég: "Nei. Bara að grínast."
Hann lamdi mig ekki svo ég slapp ágætlega frá þessu. Farinn í grill.
No comments:
Post a Comment