Gleði...
Þegar maður gerir ýmsa hluti þá verður maður að færa fórnir. Í gær fórum við út í sveit. Planið var að fá sér sundsprett í á hérna rétt fyrir utan Bologna og grilla svo á eftir. Ég var spenntur að komast aðeins út úr boginni og ennþá spenntari að geta loksins fengið mér sundsprett.
Svo við fórum upp að þessari viðbjóðslega flottu á og stungum okkur ofaní. Hér verð ég að taka fram að hún var viðbjóðsleg. Falleg að sjá að utan en þegar þú varst kominn ofaní leit málið öðruvísi út. Sígarettustubbar og annað rusl flaut í ánni en við vorum ekkert að láta það trufla okkur. Kominn tími á að hætta að vera svona sótthreinsaður. Á skÍtalíu borða ég blóðugan kjúkling og syndi í menguðum ám. Ef ég dey... þá dey ég.
Syntum og sleiktum sólina allan daginn og nutum lífsins til fullnustu. Gaman gaman. Nema þegar kom að því að fara heim. Þá fór eitthvað í vélinni á bílnum svo við vorum föst rétt rúmlega 20 kílómetra fyrir utan borgina. Leeeeeengst upp í sveit. Um hánótt. Með moskítóflugum. Helling af þeim. Ekki náðist í dráttarbíl sem gat farið með okkur til Bologna svo við þurftum að hanga í bílnum og bíða eftir því að einhver kæmi að sækja okkur. Á meðan var veisla hjá moskítóflugunum. Cazzo!!! Bakið á mér er eins og hraun. Það er ekki óbitinn fermillimetri á bakinu á mér. Reyndar hafa komið fram hugmyndir sem telja að þetta séu ekki moskítóbit heldur lítil skordýraegg sem lúmsk skordýr hafa laumað inn undir húðina á mér í gærkvöldi þegar við grilluðum við ána.
Varðeldur og grill sem ég þurfti að borga með húðinni á mér og þar af leiðandi útlitinu. Ohhhh! My beautiful back!!! En það skiptir ekki máli. Dagurinn var góður. Get ekki beðið eftir því að verða stunginn aftur!
Fokk hvað þetta var nú leiðinlegt.
No comments:
Post a Comment