Er að leka
Svolítil þögn en það er allt í lagi. Fékk heimsókn frá kennara úr Austurbæjarskóla og reyndi hvað ég gat að sýna honum landið. Það gekk samt ekki alveg nógu vel. Í Flórens voru öll söfn lokuð þegar við fórum þangað og daginn eftir var verkfall hjá lestarstarfsmönnum sem útilokaði möguleikann að fara til Feneyja. Náðum þó að redda ferð á ströndina í staðinn. Talandi um ströndina þá upplýsist það hér með að ströndin og sjórinn við Rímíní er það viðbjóðslegasta í heimi. Næ ekki enn að sofa á næturnar hugsandi um skítuga viðbjóðshafið sem er þar. Ekki fara þangað.
Nú er að bíða eftir næstu tveimur heimsóknum. Vonandi að það komi einn rauðhærður og einn bauni frá danmörku og svo ein sæt alltof ung stelpa frá englandi. Allir að koma í heimsókn maður. "Hann er vinsæll og veit af því!," söng Hallbjörn. En ég held það sé frekar landið en ég sem þau eru að heimsækja. Eða hvað?
Ef einhver er að lesa þetta þá sagði ég frá gaur hérna sem í hér um bil fyrsta skipti sem ég hitti hann sagði mér frá afa sínum sem myrti helminginn af fjölskyldunni þar sem hann var ósáttur við að amman vildi skilnað. Sá hinn sama hitti ég í síðustu viku þar sem við vorum að kveðja einn skÍtalann. Ég ætla að skrifa samræðurnar án þess að bæta nokkru við.
Hann: "Blessaður. Hvernig gengur?"
Ég: "Allt í lagi bara en hjá þér."
Hann: "Svo sem allt í lagi."
Ég: "Fínt."
Hann: "Þú færð þó alla vegna að ríða."
Ég: " ... "
Hér er best að ég taki fram það sem rétt er. Það næsta sem ég hef komist því að fá að sofa hjá einhverjum hérna er þegar skítölsk stúlka hringdi í allar vinkonur sínar hér í borg, eftir að ég gerði einhverja tilraun til þess að kyssa hana, og kvartaði undan "nauðgaranum úr norðri". Ég mistók augnaráðið frá henni, hún var í raun bara stjörf af hræðslu við útlendinginn. Þetta er svipað og með froskana þegar þú lýsir vasaljósi í augun á þeim og þeir verða stjarfir, ég ætti kannski að nýta mér það? Stara þær niður þangað til þær verða stjarfar af hræðslu og ganga svo til verks? Allt annað virðist ekki virka. Pirraður? Örlítið. Bara fokking smá.
Börkur! Farðu nú að senda mér myndirnar!! Sérstaklega af síðasta kvöldinu. SkÍtalía ætlar að vera svo góð við mig í dag að það verður 38-40 stiga hiti með 50% raka. Kannski að ég og sá samkyngirndi hendum okkur í sund til að svitna í vatni.
Kem svo með skemmtilegar sögur af því hvað ég er skemmtilegur síðar. Farinn að glápa á fallegustu konur í heimi. Þær eru hérna út um allt. Það má horfa en bara ekki snerta. Jú jú, það má alveg snerta en maður verður að vera tilbúinn að hlaupa í burtu og finna góðan felustað. Annars finnur löggan mann. Og ég má ekki við því að þeir stoppi mig einu sinni enn. Þeir eru búnir að stoppa mig tvisvar núna og ég nenni ekki að vera að standa í einhverjum afsökunarbeiðnum. Fyrst var ég með gjöf handa Kjöru, umferðaskilti, og þar sem ég gekk með það á heimleið stoppuðu þeir mig og létu mig labba með það til baka. Í seinna skiptið var ég að míga á húsið hjá Romano Prodi og þar sem það er lögregluvörður fyrir utan húsið hans 24 tíma á dag þá var ekki erfitt fyrir þá að sjá mig. Náði að tala mig út úr því með því að segja að á Íslandi ef maður þyrfti að míga þá mætti maður gera það hvar sem er. Sem betur fer voru þeir ekki vel inni í löggjöfinni á Íslandi og tóku mig trúanlegan. Þökkum guði fyrir þetta Baby-spice bros sem ég hef. Bræðir hin köldustu hjörtu hörðustu lögreglumanna. Þetta rifjaði samt upp fyrir mér þegar ég, bjórmálaráðherra og deeza vorum tekin inn í lögreglubíl fyrir það að hafa tekið tvo túlípana af austurvelli. Hef ekki brotið lögin nema nokkrum sinnum eftir það.
No comments:
Post a Comment