Brunninn og bitinn
Fréttir. Fórum í örlítið ferðalag til suðurs. Giulianova. Ég, Kjara og japinn. Nú er japinn ei meir. Hann kvaddi okkur fyrir nokkrum dögum og hélt til síns heima. Ég vil hann aftur!
Vorum sem sagt heima hjá Kjöru og fengum að éta eins og svín og sleiktum sólina eins og við gátum. Ég minna en aðrir þar sem ég brenn nokkuð auðveldlega. Og ég brann!! Steikti alla fæðingarblettina sem núna eru upphleyptir og nokkuð óreglulegir í útliti. Mér finnst það samt töff.
Veisla síðast laugardag með ókeypis bjór og ókeypis pin-ball. Drukkum og spiluðum upp í sveit til að verða sex um morguninn. Það var gaman.
Það er mánudagur. Yfirleitt eru þeir til mæðu. Ég finn fyrir henni í dag.
No comments:
Post a Comment