Grín.
Það vita það ekki allir en á skÍtalíu er mjög strangt reykingabann. Það er bannað að reykja á börum, veitinga- og skemmtistöðum. Það sem meira er þá er hér í gamla miðbænum í Bologna bannað að fara með bjórglasið með sér út til þess að reykja. Svo, bannað að reykja inni og bannað að drekka úti. Reyndar er örlítið búið að breyta lögunum svo að núna máttu fara út með bjórinn ef hann er í plastglasi og ef barinn kemur sér upp sérherbergi til reykinga þá má reykja þar inni. Fáir barir nenna að standa í því að byggja nýtt herbergi með loftræstingu dauðans.. bæði er kostnaðurinn of mikill og barirnir of litlir.
En þetta skiptir samt ekki öllu máli. Maður lærir að lifa með þessu. "Biðja um bjórinn í plastglasi og koma sér út."-planið mitt hefur virkað hingað til. Án þess að nokkur hafi slasast. Fyrir utan hvolpana tvo sem ég kannski segi frá seinna. Aumingja hvolparnir.
Ég var á hverfisbarnum í gær og þeir eru svo góðir að ætla að byggja heila hæð bara undir mig og mínar sígarettur. Neðri hæðin á barnum er öll plöstuð inn og bíð ég óþreyjufullur eftir því að komast loksins í smá "Indo-smoking!". Á plastinu sem hylur "himnaríkið" er búið að setja miða sem á standa: "Smoking area. Work in progress." Ég hef nýtt mér þetta. Ég fer á bakvið plastið, kveiki mér í sígarettu og voilá! I´m a work in progress. Ég geri allt sem ég get til þess að hjálpa til. Ég er búinn að fylla um það bil 5% af svæðinu af reyk. Hin 95% ættu ekki að verða neitt mál fyrir mig.
No comments:
Post a Comment