April 26, 2006

Verslunarstörf

Það gefst mikill tími til þess að láta hugann reika þegar maður vinnur í stórverslun. Tveir hlutir sem runnu ítrekaði í gegnum huga minn í dag eru þessir tveir:

Hjálpsemi. Ég er hjálpsamur maður og reyni allt hvað ég get til þess að aðstoða aðra við að bæta sig og ímynd sína. Líka fyrirtækjum. Sjáið til dæmis skyr.is, ég var búinn að hugsa um að senda þeim tölvupóst og benda þeim á hversu hipp og kúl það nafn væri þegar greinilega einhver hafði orðið á undan mér til þess að benda þeim á það. Ég er líka alltaf að hugsa um önnur nöfn sem gætu bætt stöðu annara fyrirtækja á markaðnum.

Í dag var það Frón. Ég ætti að senda þeim póst eða hringja í markaðsstjórann hjá þeim. Sama gamla slagorðið ár eftir ár. "Kemur við sögu á hverjum degi" Hvaða unglingur á að falla fyrir því? Það eru bara gamlar kerlingar og alzheimersjúklingar sem versla þetta kex inn fyrir jólin og allir vita að einn kexpakki seldur á ári er ekki nóg til þess að halda uppi fyrirtæki. Ég kom þess vegna með nýtt slagorð handa þeim. Því er ekki einungis beint að unglingum heldur einnig þeim sem ekki komust svo vel út úr því góðærisskeiði sem við vorum að upplifa. Frón, ef þú ert að hlusta þá ættirðu að pæla í því hvort þú myndir ekki selja fleiri kexpakka ef slagorðið væri: "Frón! Kemur við sögum á hverjum einasta fokking degi!"

Til allra þeirra kvenna sem hafa neitað að sofa hjá mér til þess að sína að það er ekkert persónulegt hatur af minni hálfu. Líka til þín gleðikonan sem neitaði að taka við íslenskum krónum frá mér á hraðbrautinni á milli Parma og Bologna.

When I think of loosers I think of you
And your flaming red hair and the things that you didn´t do.
I heard you had left no it couldn't be true
I think of loosers I think of you.

God hates you looser where ever you go
although you have left I want you to know
My heart's full of sorrow I wont let it show
I´ll ask you again when it's my time to go.

Svo er það bara teyknymind.

No comments:

Post a Comment