Heill þér Forseti!
Finn mig knúinn til þess að útskýra síðustu teyknymind. Hún var byggð á persónulegri reynslu úr miðtúninu. Þannig er nefnilega að dannilíuz litli bróðir minn er kominn með eitthvað sem sumir kalla kærustu. Kannski er þetta leyndarmál og ég má ekkert segja en þið látið þá bara eins og ekkert sé.
Svo við blésum í kvöldmat með stúlkunni til þess að kynnast henni og sýna henni hversu frábær og skítsexý við erum sem fjölskylda. Gönnsó (móðir drengsins. innsk. ritstj.) grillaði og ég sá um óundirbúin skemmtiatriði. Við reyndum að halda ró okkar og tala ekki of hátt til þess að hræða stúlkuna og allt gekk eins og í sögu. Allir stóðu ánægðir upp frá matarborðinu.
Þá kemur að teyknymindynny. Ég komst nefnilega að því að Stúlkan er helmingi meiri karlmaður en Drengurinn. Reykir, er með bílpróf og drekkur kaffi! Eitthvað sem Drengurinn myndi ekki koma nálægt. Ég er eitthvað að spjalla um það um daginn við fyrrverandi tilvonandi eiginkonu mína og hún biður mig um að spyrja Drenginn ákveðinnar spurningar. Sem ég gerði í matarboðinu.
Við erum að njóta matar og víns þegar ég lít á Drenginn og segi við hann: "Drengur! Drengur! Segðu mér eitt. Nú reykir Stúlkan... og nú segir mér Þorgrímur Þráinsson eitt og ég vildi komast að því hvort satt væri. Er þetta eins og að sleikja öskubakka?" Mér fannst þetta sanngjörn spurning. Ég bara hef ekki hugmynd um hvort þetta sé satt og vildi svala forvitni minni. Rauðar kinnar Drengsins og skammir Gönnsóar svöruðu henni þó ekki. Því auglýsi ég hér eftir svari við spurningunni: "Er það að kyssa reykingamann eins og að sleikja öskubakka?"
Væri gaman að vita það.
No comments:
Post a Comment