September 17, 2003

My heart's in my head... and it still knows how to pound.

Jæja þá er best að æla út úr sér ferðasögunni. Reynum að halda henni í innan við 860 línum.

Dagur eitt(10.sept.). Flogið til Englands. Alltaf þegar við fljúgum til Englands finnst okkur alveg nauðsynlegt að gista í þessu litla sveitaþorpi í útjaðri Lundúna. Tíuþúsund fermetrar af glæsilega lögðu Marmararúmi sem innfæddir kalla því skemmtilega nafni "floor".
Dagur tvö(9/11). Fórum í hungurverkfall og neituðum að ganga um borð í flugvélina nema allir þeir sem játuðu heiðingjahátt yrðu reknir frá borði. Kallaði á einhver leiðindi, en reddaðist að lokum. Flogið til Ítalíu. Fórum til uppáhalds borgar okkar á Ítalíu, kannski ekki borg heldur svona lítið sjávarþorp í suðurhlutanorðurstrandar alpanna. Genúa heitir þorpið og er aðallega þekkt fyrir mikil skrílslæti þegar G8 hátíðin er haldin þar. Menn bara missa sig í svokölluðum "Gúmmíkylfu og slökkvitækjadansi". Endar reyndar yfirleitt með því að einhver er skotinn tvisvar í hausinn af stuttu færi og keyrt yfir hann. Þá er hátíðin eiginlega búin. Eða stemmningin.
Dagur þrjú, fjögur og fimm. Étið. Svo flaug Deeza í burtu. Held hún sé hér.
Dagur sex. Flogið heim.
Dagur sjö. Hef skriftir á leikriti sem ég hef nefnt "Beðið eftir Deezot". Mun taka tæplega ár í skrifum, en byrjunin lofar góðu. Spenna, tollfrjáls bjór og stúdentagarðar. Hvað er hægt að biðja um meira?

Lærdómurinn sem draga má af þessu ferðalagi er þessi: Alltaf þegar dvalið er lengur en tvo klukkutíma á flugvöllum erlendis skal maður alltaf heyra í hátalarakerfinu "Would Dr. Mbasa recently arrived from Zimbabwe contact airport information." Aldrei klikkar það að ekki er nóg að hann sé "Doktor" heldur eru þeir líka alltaf klæddir í prestskrúða.
Svo skuluð þið endilega passa ykkur á því að benda aldrei og hía á konu klædda í burkha. Kallar á vandræði, morðhótanir og eitthvað á það að heil fjölskylda kallar í sífellu á þig "THINNER". Hvað er eiginlega með það?

p.s. Thooooreigh vinkona mín heilsaði mér í flugvélinni. Reyndar veit ég ekkert hvort við séum vinir, það var eiginlega bara þannig að hún settist við hliðina á mér, sá ég var að lesa bók skrifaða á erlendu tungumáli og rétti fram spaðann með orðunum, "Hetló, mæ neim ís Thooooreigh!". Svo ég tók bara hressilega í hann á móti og sagði sí svona "Já hæ, ég heiti Tobbi!" Hún og vinkona hennar færðu sig annað. Hlýt að hafa lyktað eitthvað illa?
Dagur se

No comments:

Post a Comment