September 22, 2003

Yeke-Yeke

Þegar maður er allt í einu einn í kofanum fer maður voðalega mikið að spá í framtíðinni. Sýnist ég hafa fundið hinn fullkomna frama, linkurinn hér að ofan er nefnilega á snilldarsíðuna hennar Yeke-Yeke sem greinilega er hæfileikarík kona. En það er einmitt málið, hún er KONA en ég er KARL (eða svona karllíki). Þarna er skarð sem ég sé mig vel geta fyllt.

tobbalicous: Singer-Boxer AND Fashion designer. Lyftir mér svolítið upp að hafa loksins fundið frama eftir að eilífðarvélin fór ekki í gang. Það er samt eiginlega ekki mér að kenna sko. Helvítis afturhaldsseggirnir hjá Raunvísindastofnun svöruðu beiðni minni um að fá örlítið magn af andefni með eftirfarandi. "Nei. En endilega kíktu til okkar og við getum leyft þér að taka í höndina á and-tobbaliciousi sem býr í vídd samliggjandi okkar. Ef þú hefur einhverjar aðrar spurningar eða beiðnir skaltu endilega senda þær á tomas.ingi.olrich@althingi.is ." Hvernig er hægt að ætlast til þess að einhver framþróun verði á þessu landi ef þetta er ráðandi vísindastétt hér???????
En ég á þá alla vegna til sölu lítið notað þvottavél. 1300 snúninga. Íslenskar leiðbiningar. Aukahólf á henni sem á stendur "andefni" sem í raun þarf ekki að nota.
Nú hvet ég alla sem mig þekkja að koma í heimsókn, alltaf kaffi á könnunni. Nenni ekki lengur að hanga hérna einn heima. FOkking boring.

No comments:

Post a Comment