September 24, 2003

Af því að ég er svo rosalega fátækur námsmaður hef ég ákveðið að eyða bæði jólum og áramótum í allt öðru landi. Þar er ódýrt að lifa og góður matur. Tvær ástæður sem liggja eiginlega að baki, önnur er sú að Deeza litla býr þar núna og mig langar svo ógurlega að fara að heimsækja hana. Hin ástæðan er einfaldlega Deeza. Svo það þýðir ekkert að koma í ammæliskaffi þann 25.des, því ég verð ekki heima. Þetta gæti jafnvel reddað hjá mér vetrinum. Vonandi. Annars er matur og rauðvín hjá nýja skítalanum í kvöld, þurfti meira að segja að sleppa því að horfa á leik með Lívepú því boðið að koma og sjá hann kom of seint. Bissí tobbalissí sungu bítlarnir. Þeir eru frá lívepú nefnilega og ég fæddur í stykkishólmi, eruð þið að sjá tenginguna? Rosalega er þetta lítill heimur.

No comments:

Post a Comment