July 30, 2006

Dauð?! Alls ekki!

Svo ég kíkti á ísland í gær. Hef ekki gert það í laaaaangan langan tíma. Ég hlýt að geta kennt ástinni um þetta. Verð að kenna henni um þetta. Fór með ótrúlega sætri stelpu í fjallgöngu í gær, lengst upp til þess að skoða foss og bauð henni svo í lautarferð. Vaknaður eldsnemma á laugardagsmorgun til að skipuleggja og kaupa mat. Alveg brilljant dagur í fallgöngu, lautarferð og sund í sveitalaug. Endaði svo kvöldið á því að reyna að finna íslenska kærasta handa vinkonum þeirra. Það gekk frekar erfiðlega þar sem ég og þær höfum ekki sama smekk á karlmönnum.

Í dag er ég að baka handa henni köku. Hún á aldrei eftir að tala við mig aftur. Díses fokking kræst maður!

No comments:

Post a Comment