July 18, 2006

Og lífið heldur áfram...

Af hverju eru auglýsingastofur alltaf að spyrja spurninga sem ég hef ekki svör við? Ég veit ekkert hvort ég "vilji vera vinsælastur á mínum vinnustað" eða "hver muni lifa af nóttina?" Allt þetta háskólanám og á 30 sekúndum getur ein auglýsing tætt í sig allt sem ég taldi mig hafa lært. Ég hef ekki séð myndina og get því ómögulega sagt til hver muni deyja og hver lifa af, af hverju þurfið þið þá að vera svona miklir fasistar og núa mér þessu um nasir? Segið mér það bara! Þá verða engin vandræði. Allir vinir og engin hætta á því að einhver verði lagður í einelti í vinnunni. "Hey, strákar. Gummi vissi ekki hver hefði lifað af í myndinni sem við sáum í gær. Ha ha ha! Hí á þig!"

Talandi um það. Af hverju segir maður aldrei "Hí á þig!" lengur! Ó fokk. Dottinn í sama pakkann. Ég er greinilega smitaður. Þeir eru búnir að steikja á mér heilann og núna get ég einungis komið fram með spurningar en engin svör. Af hverju? Hvers vegna? Viltu? Af hverju svona snöggur? Veit það ekki? Stressaður kannski? Hef ekki gert það lengi? Aldrei séð stelpu nakta? Láttu mig vera!!! En þetta segja þær víst allar við mig og ég veit ég ætti að vera betur undir það búinn. En strákar líta alltaf á þessa hluti sem persónulega árás. Aðför að manndóminum. Og þetta smitast út í aðra hluti sem maður tekur sér fyrir. Smávægilega hluti sem magnast upp í vandræðalega þögn. Fór út í búð um daginn að versla mér sígarettur og tók að því er guðnýju fannst helst til stuttan tíma til þess. Svo hún segir: "Rosalega varstu snöggur." Og ég: "Et tu Gudnyea?" Og hún horfir á mig, hallandi höfðinu og dró augabrúnirnar neðar til undirstrikunar á því að fatta ekki hvað ég var að meina. Ég með einmanna tár á leið niður kinnina æpandi á hana: "Hver af þeim talaði við þig?! Og af hverju geriðu grín að manndómi mínu?!! Mín eigin móðir! Þú ert sálarlaus!!" Hljóp svo inn í herbergi og skellti hurðinni á eftir mér.

Ég ætla aldrei að koma út aftur. Allur ís í heiminum fær mig ekki héðan út. Ég hringdi í vinnuna og sagðist vera með mígreni. Það dregur engin mígreni í efa. Þið haldið kannski að ég sé svona hörundsár. En ég er það ekki. Fyrrverandi kærasta mín var að segja einhverja brandara um mig um daginn, sem ég viðurkenni að ég fattaði ekki alveg, en ég varð samt ekkert sár. Ég er búinn að vera að spá aðeins í þeim en ég er engu nær. Kannski smá en ekki af hverju allir hlógu að mér. Fyrsti var einhvern veginn þannig að ég var að tyggja einhvern gúmmíbjörn sem notaður var í einhvers konar alkóhólhlaupskot þegar einhvers segir við mig: "Hættu að japla á þessu og kyngdu því!" og hún skýtur að "ja þetta sagði ég nú alltaf við hann á meðan við vorum saman." Og allir hlógu. Held þetta hafi ekki verið neitt persónulegt hjá henni. Eða þá hitt þar sem hún skaut að, eftir að ég hafði spurt í sakleysi mínu hversu stórt væri 40 tommu sjónvarp, "um það bil jafnt stórt og strákurinn sem ég sef hjá núna, rækjan þín!" Og allir hlógu aftur. Hvað er svona fyndið við þetta?

No comments:

Post a Comment