July 7, 2006

Mér líður best með konu Bjarna Ara.

Ef ég kem í sjónvarpinu þá er nokkuð ljóst að einhver deyr. Ég er annars kominn í fyrsta helgarfríið mitt síðan í febrúar. Það kallar á gleðskap og lauslátar konur. Farinn að taka þátt í nördakeppni og reyna síðan mitt besta til þess að standa ekki í lappirnar einhvern tímann á eftir.

... ég sé það núna að kommentið um lauslátar konur þýðir að ég þarf að senda sjálfum mér sms í allt kvöld og segja alltaf við strákana: "Æ, þetta er bara stelpa sem ég þekki maður!" Og með strákana þá á ég auðvitað við móður mína.

Ég man ekki alveg hvernig setningin var en Fyrrverandi starfandi ritstjóri Fókussssss ætti að muna þetta betur en í mínum huga hljómar hún svona: "Koma svo Baldvin! Í kvöld heillarðu þær!"

No comments:

Post a Comment