July 6, 2006

Varta. Varta. Hvað er´að kvarta!!!

Er að ná úr mér sigurvímunni. SkÍtalía er að rúlla þessu. Er búinn að gefa það upp á bátinn að fara út. Kostar of mikið og ef það er hægt að segja eitthvað um mig fyrir utan það að hafa of mikinn tíma og engan metnað þá er það ótrúleg hagsýni mín í peningamálum.

Svo leiksins verður notið á bar í miðbæ reykjaskvísur. Einn með bjór skemmti ég mér líkt og lítil úthverfarotta á BT útsölu. Merkilegur andskoti hvað þær, úthverfarotturnar, þyrpast úr fylgsnum sínum í hvert skipti sem raftækja- og/eða snyrtivöruverslun opnar dyrnar og bjóða fimm prósent afslátt af ristavélum og rakakremi. Svo skjótast þau aftur í þau skuggasund úthverfanna þaðan sem þau komu og sjást ekki aftur fyrr en á menningarnótt. Þegar þau kasta ákavítisflöskunum sínum til himna til þess að upplifa aftur flugeldasýninguna. En það eina sem flaskan gerir er að brotna í milljón hluta líkt og hjarta karlkyns úthverfarottunnar þegar hann uppgötvar að kvenrottan hefur nýtt sér menningardrykkju karlrottunnar til að prófa blökkumann. Það er á þeim tímapunkti sem maður uppgötvar að milljón króna giftingin og kílóin sem þau bættu á sig eftir hana eru að borga sig.

Farinn að rífast við það sem kallað er viðskiptavinur.

No comments:

Post a Comment