July 24, 2006

Fátt um svör...

Ég vinn við þjónustustörf. En það er ekkert sem undirbýr þig undir sumar spurningar. Ég vildi að þetta væri grín en þetta samtal fór fram á milli mín og viðskiptavinar í gær: (það skal tekið fram að hann er þroskaheftur)

V: "Ég var að spyrja strákana hvort ég myndi fá nýjar lappir."
Ég: "Afsakið?"
V: "Þeir ætla að taka af mér lappirnar því mínar virka ekki lengur. Þarf ég að kaupa þá nýjar lappir?"
É: "Ja... ég er því miður ekki læknismenntaður og get ekki svarað þessari spurningu?"
V: "Já. Ekki ég heldur. Saga þeir þær bara af? Get ég keypt nýjar eða þarf ég hjólastól?"
É: "Hmmm... ég... þú verður eiginlega að spyrja lækninn þinn að því."
V: "Þær virka ekki lengur. Það verður að taka þær."
É: "Ég vildi að ég gæti hjálpað þér. Við verðum bara að vona hið besta, ekki satt?"
V: "Jú. Kannski fæ ég nýjar."
É: "Kannski."

Svo horfi ég á hann haltra í burtu. En það sem ég skil ekki af hverju honum er ekki sagt hvað gerist. Hvaða greiði er honum gerður með því að segja honum ekkert? Svo hann sitji einn heima hjá sér að velta því fyrir sér hvort græddar verði á hann nýjar lappir? Hvaða gungu lækni er hann hjá? Fokk hvað þetta pirrar mig. Það getur vel verið að maðurinn sé eitthvað skertur í hugsun en ég held að það sé betra að koma þessum hlutum frá sér strax heldur en að segja honum frá því þegar hann vaknar úr aðgerðinni: "Gleymdum við að segja þér það? Ú... sorrí maður. Þú verður í hjólastól héðan af. Skil ekki hvernig við gátum gleymt að segja þér það? Sjáumst kall."

No comments:

Post a Comment