Búðin
-Viðskiptavinurinn er ekki háður okkur, við erum háð honum.
-Viðskiptavinurinn truflar ekki starfið, hann er ávallt velkominn.
-Viðskiptavinurinn gerir okkur greiða með því að leyfa okkur þjóna honum.
-Viðskiptavinurinn er ekki þurrar tölur, hann er mannvera með tilfinningar eins og ég og þú.
-Viðskiptavinurinn er ekki sá sem á að þræta við eða gera lítið úr.
-Viðskiptavinurinn er sá sem ber fram óskir sínar til fyrirtækisins og það er okkar verk að veita fullkomna þjónustu.
-Viðskiptavinurinn er sá sem greiðir kaupið okkar.
Ég verð greinilega að þakka guði fyrir að ekki hafi verið próf áður en ég sótti um vinnuna. Ég hefði fallið.
Mér finnst það svo æðislegt að það er fólk í vinnu við það að finna upp þennan viðbjóð. Drekkandi sojamjólk og kveikir sér í lárviðarlaufssígarettum til þess að fá ekki örugglega krabbamein. Þegar þau eru þau sem hafa gott af því.
Hversu margir morgunfundir hafa farið í þetta? Tölvupóstar sendir? Ráðgast við yfirmenn og undirmenn reknir áður en þessi sjö boðorð búðarmennsku vorum loks komin í hús?
Hversu ótrúlega stolt hafa þau líka verið af bæklingnum þegar hann var loksins tilbúinn? Klappað á bakið á næsta manni og fleiri tölvupóstar sendir. Allir að sleikja rassgatið á öllum. En þegar allt kemur til alls..... þá var þetta tímaeyðsla og óþarfi. En þau gera þetta aftur að ári... þið getið treyst á það.+
No comments:
Post a Comment