"... ég var sem sagt búinn að negla hana þarna upp við vegginn og hún gat sig hvergi hreyft. Kom henni inn í horn, hún var vel skorðuð af og ég hélt líka höndunum á henni svo hún átti erftitt með að slá frá sér."
"Og hvað svo?!"
"Ég spurði hana aftur: "Ertu enn viss um að þú viljir ekki kaupa ljóðabókina mína um undirheima Reykjavíkur?; Frostrósahandrukkarar.""
"Keypti hún hana? Seldirðu loksins eintak?"
"Nei, hún bað um smá tíma til að hugsa sig um. Spurði hvort við gætum jafnvel skiptst á bókum, hún er víst með fullt herbergi heima hjá sér af glæpasögu sem hún gaf sjálf út fyrir nokkrum árum. Mér leist ekkert á það. Heitir, "Spergilmorðin", og er fyrsta glæpasagan skrifuð sérstaklega fyrir grænmetisætur. Hljómar ekki spennandi."
Mér finnst sorglegast að ég hafi ekki komist í bókatíðindi. Það gengur alltaf betur að selja þegar maður fær ókeypis auglýsingu. Kannski á næsta ári þegar ég næ að ljúka við "Ljóðakúrinn", sem er bæði ljóðabók og megrunarkúr. Þetta hefur aldrei verið gert áður svo ég er þokkalega spenntur.

"ég lifi í undirheimunum.
eiturlyf.
handrukkarar.
hvar endar þetta allt?"

"saltið fer illa í æðar.
ekki ætla ég að deyja fyrir aldur fram.
fram og aftur.
blindgötu vigtarinnar."
No comments:
Post a Comment