Komdu því á blað
Verður maður sendur til helvítis fyrir það eitt að senda verkfræðing búsettan í Noregi að kaupa þrjá bjóra og stinga síðan af?
Ætli hann hafi klárað þá alla sjálfur?
Alkahólisti!
Ég hef heyrt leiðinlegar sögusagnir um að próf nálgist. Hef ekki haft fyrir því að kíkja á próftöfluna og langar svo sem ekki til þess. Það sem er að trufla mig meira er núna er sú staðreynd að það er mánudagur og ég nenni ekki í vinnu... um næstu helgi.
Ef ég hef eitthvert vit í mér verð ég samt farinn burt í janúar. Þá er eins gott að koma sér í það að ganga frá hlutum og kaupa farmiða.
Sem þýðir að ég á helling af hlutum til sölu. Rúm, sófa, tölvu, gasgrill, bækur og það sem ég vil kalla "lífstíl". Hann kostar samt mest af öllu. Af því hann er svo rosalega sérstakur.
Farinn að feika það. Sjáumst.
No comments:
Post a Comment