October 4, 2005

Þaðan af

Þá er ég kominn heim í gleðina. Þrír dagar í london þar sem það skemmtilegasta sem kom fyrir var að marcella missti af fluginu til skÍtalíu og þurfti að gista á flugvellinum. Það var ekki mér að kenna. Við náðum einum guinnes í viðbót til að kveðjast almennilega.

Ég er orðinn skólastrákur aftur!!! Fyrsti skóladagurinn frá því í febrúar. Þetta er alveg eins og að hjóla, ég er bara engu búinn að gleyma. Inn í stofu, bækur á borð, leggja haus á borð, sofa. Ég skil ekki hvað þessir háskólanemar eru að kvarta.

Breiðhooooooooooooooooooooooooooooooolt!!!!!!

No comments:

Post a Comment