October 13, 2005

Af hverju ljúga þeir allir?

Veit ekki af hverju en þessi dagur er ekki að leggjast vel í mig. Viðbjóðslega pirraður. Út í allt og alla. Ég þessi friðelskandi og froskakyssandi ímynd óhóflega reykjandi og drekkandi æsku. Ég var einu sinni ungur. Þið stóðuð mig í því að ljúga. En ég er lýsandi dæmi þess að þrátt fyrir að ofnota áfengi, beikon og sígarettur þá tekst mér að halda í fegurðina. Svo þið ættuð ekki að gefast upp. Einn dag gætuð þið orðið jafn falleg og ég. Ýkjur? Alls ekki, þetta kallast skáldaleyfi.

Af hverju geta læknar aldrei sagt sannleikann? Hvað fær þessa lærðu stétt til þess að horfa í augun á trúgjörnum sjúklingum (líkt og mér) og ljúga? Ætli það sé ekki þess vegna sem ég sé svona úrillur í dag? Hef komið upp um stóra lygi og þarf að byrja í meðferðinni aftur. Sex mánuðir af pilluáti. Síðustu sex mánuðum fyrir tveimur árum síðan vil ég helst gleyma.

Það er eins og ég tali í gátum. Ja, þetta er nú kannski ekki eitthvað sem er auðvelt að tala um, maður reynir að fela þetta því það er ákveðin skömm sem fylgir því að míga blóði. Mér var kennt það í æsku að skammast mín fyrir það og geri það enn.

Þetta tók sig upp aftur fyrir einhverjum dögum síðan. Í kringum 1. okt. ef mig minnir rétt. Þá byrjaði kláðinn í klofinu, það mikill að ég átti erfitt með svefn. Svo fyrir tveimur dögum síðan þá meig ég blóði. Meira heldur en mig hefði langað til. Svo það var ekki annað að gera en að leita til læknis.

Það virðist sem svo að kynsjúkdómurinn sem ég náði mér í hjá skítugu hórunni í ölpunum fyrir tveimur árum hafi gossað upp aftur. Einhvers konar samblanda af blöðruhálsbólgu(það var kalt í ölpunum), klamydíu(ég sagði að hún var skítug( og ég kannski ekki þrifnari)) og fuglaflensu(ég hafði ekki hugmynd um að markaðurinn sem ég naut hennar á hafi verið rúmensk-tyrkneskur fuglamarkaður).

Já, fyrir 3 mínútur og 50 evrur er ég aftur kominn með hann. Þeir hafa ekki fundið nafn á hann ennþá en eru að hallast að því að nefna hann eftir mér. Þeir eru samt í vafa um það hvort -licious endinn á nafni sýkingarinnar gæti haft þau áhrif að fólk myndi sækjast eftir því að krækja sér í hana.

Læknar standa eiginlega ráðþrota yfir því hvernig þetta gat blossað upp aftur. Var á það sterkum sýklalyfjum síðast. Einn sagði þegar ég minntist á það hvar ég ætti heima að líklega hefði þetta blossað upp aftur þar sem kynsjúkdómar og sýklar virðast vera hluti af andrúmslofti breiðholtsins. Ég lagði til nafnið Fella og hóla-heilkenni.

No comments:

Post a Comment