October 13, 2005

Las það í Samúel...

... eða einhverju öðru blaði að Chris Martin söngvari Coldplay ætlaði að ögra hljómsveit sinni og þeim tónlistarstíl sem þeir aðhyllast með því að hórast í dúett með Celine Dion.

Vó!! Þetta heitir að ögra! Hvað getur maður eiginlega sagt? Rólegur Chris! Hættu að ögra svona mikið. Heimurinn er bara ekki tilbúinn fyrir svona róttækar breytingar. Beint úr versta píkupoppi (þetta er kannski svolítið ýkt að kalla þetta versta píkupopp þar sem ég man að ég hlustaði á nýju plötuna með nokkrum vinum og man að það eina sem við gátum sagt eftir það var; "Heyrðir þú eitthvað?" Svo ég ætti kannski að kalla þetta ótónlist þar sem ég varð ekki var við eitt einasta lag? ÓTÓNLIIIIIIIST!!!! Þegar þú átökin eru engin!!) yfir í..... hvað? Róttækt ögrandi ballöðupopp? Ef hnén á mér gætu hætt að skjálfa!

Það er ekkert jafn ögrandi og þegar tófúhamborgaraétandi umhverfissinni ákveður að ögra heiminum!

Kjötætur jarðarinnar!! Búið ykkur undir heimsyfirráð kanadíska þokulúðursins og húmmuselskandi ástmögur gwynethar.

Verið hrædd, mjög hrædd.

p.s. Ég held enn í vonina að gwyneth reddi þessu
("Nei Chris! Hugsaðu um apple, heldurðu virkilega að hún geti höndlað alla þessa ögrun?"
"Nei. Hætt þú að ögra gwyneth!"
"En það ert þú sem ert að ögra!"
"Hættu! Þú ert að ögra! Þú ert lítill ögurkall. Ég verð hrædd við þig svona ögrandi."
"Ef þú segir mér einu sinni enn að hætta að ögra þá syng ég tvö lög með Celine, ögraðu þetta!"
... og ég gæti haldið áfram).

No comments:

Post a Comment