October 27, 2005

Skipulagsmál unglingadrykkju og -kynlífs

Sverrir gasmadur. Hver ertu? Ég veit það ekki en það er gaman að þú skulir minnast á þetta. Ég hef nefnilega verið að velta þessu örlítið fyrir mér. Þú bjóst kannski við því að ég væri ekki eilíft að hugsa um þessi mál en ég skal segja þér eitt; ég hugsa ekki um annað. Hér eru mínar hugmyndir sem ég ætla að kynna á laugardaginn:

1. "Vatnsvernd" Ég er reyndar svolítið hræddur við að nota þessa hugmynd eftir umræður síðustu daga. Hvað ef Byko sakar mig síðan um að hafa stolið hugmyndinni frá þeim? Ég þori ekki í kasljós til þess að svara fyrir mig. Hvað ef ég var fullur og man bara ekki eftir því að hafa stolið þessari hugmynd? - Hún gengur samt út á það að skellt verði plastþaki yfir vatnsmýrina og öllum útlendingum sem koma til landsins tryggð "vatnsvernd" og endurgreitt 20% af farinu ef þeir sjá fallegri vatnsmýri í öðru landi.

2. "Ég sé fyrir mér álfahöll" - Ég vil að byggð verði álfahöll í vatnsmýrinni. Flugvöllurinn lagður í eyði og Herjólfur fær það hlutverk að ferja dreifbýlinga milli staða. Hann fari alltaf hringinn í kringum landið, fyrst réttsælis og svo rangsælis til þess að gæta fyllstu sanngirni. Álfhöllin á að skara yfir borgina. Fólk á að kikna í hnjánum þegar það lítur hana augum. Álfaryki á að gjósa úr álfareykháfum sem verða á öllum hliðum hallarinnar. Var ég búinn að segja frá álfaorgelinu sem spilar álfalög í tuttugu og fjóra tíma á dag. Fólk klætt sem álfar sem dansar við álfalögin og allir sem vilja fara inn í hana verða að vera klæddir sem álfar!! Þetta verður vinsælla en Disneyland!!

3. "Þekkingarþorpið" - Þar sem töffarar þekkingarinnar koma saman og krúsa á köggum meistaranáms um kvartmílubraut hærri menntunar!

4. "Bílafallbyssan" - Á heila tímanum verður bíl skotið úr fallbyssu þar sem flugvöllurinn var. BÚÚÚÚMMMM!!!! Ég klappa meira að segja núna og það er ekki einu sinni búið að byggja hana.

5. "Laserveggur" - Byggður verður stærsti hvíti veggur í heimi og lasersjó sem byggt verður á víkingasögunum (en samt smá líka á mikilvægi háskólamenntunar til jafnréttis kynjanna) verður blastað á vegginn stanslaust í tíu ár. Svo verður skipt um og lasersjó sem byggt verður á ævi Jóns Sigurðssonar (og kannski smá líka mikilvægi háskólans í endurmenntun ungra karlmanna sem duttu út úr skóla á menntaskólaárunum) verður sýnt í tíu ár. Lengra er ég ekki kominn með laservegginn en fólk kemur hvaðanæva af til þess að bera hann augum. Jafnvel lengst úr Mosfellssveitinni.

6. "Lífrænt ræktaður flugvöllur" - Fyrsti lífrænt ræktaði flugvöllur í heimi. Flugbrautin úr harðkorna-húmmus og flugvallarbyggingin sjálf úr steypu sem ræktuð verður á rísastórum ökrum í fersku háfjallalofti Íslands. Hefði Berlínarmúrinn ekki verið mannlegri ef hann hefði verið smíðaður úr svoleiðis steypu?

Komið nóg í bili held ég. Þarf að leggja höfuðið í bleyti og reyna að bæta einni eða tveimur hugmyndum í viðbót.

Sérstök verðlaun kvöldsins fær Kastljós fyrir það að taka viðtal við Forsetann um unglingadrykkju og vímuefnanotkun og um leið og viðtalið var búið þá tóku við ekki ein heldur tvær áfengisauglýsingar. Glæsilegt. Snilld. Ég ætla að vona að einhver hjá Sjónvarpinu hafi verið svona sniðugur og gert þetta viljandi. Annars voru þetta brilliant leiðbeingar í kvöld um það hvernig maður ætti að komast yfir unglingsstúlku. keyptu handa henni sígarettur og áfengi og þæ færðu örugglega að sofa hjá henni. Ég ætla með kippu af bjór og einn marlboro og krúsa um grunnskólana á morgun og athuga hvort ég verð ekki heppinn.

Eitt í viðbót með Kastljós. Það er klukka uppi á vegg í settinu þar sem fjórir er táknað með IIII en níu með IX. Rocky var nú alltaf númer IV. Nei, bara að tékka.

Ragnnefni!!

Hér kemur ástæðan fyrir því að ég hata umræður um jafnrétti. Lesið þetta:

"Kynjaborgin Reykjavik (29.10.2005)

Reykjavíkurborg og Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við H.Í (RIKK). standa fyrir málþingi þar sem sjónum verður beint að sögu og stöðu kvenna í borginni, jafnt í daglegu lífi sem listum. Fjallað verður um stiklur í sögu kvenna í borginni, rýnt í tölur um félagslega stöðu, skipulagsmál skoðuð út frá kenningum feminista og kannað hvernig lif kvenna speglast í bókmenntum, kvikmyndum og myndlist. Sjá nánari dagskrá á heimasíðu RIKK. Stadur: Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu Vefslóð: www.rikk.hi.is"

Af hverju er þessi fyrirlestur ekki kallaður "KVENNABORGIN REYKJAVÍK"????? Það verður bara fjallað um eitt kyn á þessum fyrirlestri. Kalla það þá réttu nafni. Það er það eina sem ég bið um. Kannski er þetta bara skemmtilegur orðaleikur. En ég held ekki. Hvað er líka málið með að nota orðið kynlegt um allt í dag. Eitt sinn hafði þetta ákveðna merkingu en nú eru allt í einu til kynleg samtök sem krefjast jafnréttis. Svo er líka til kynleg umræða. Ég lærði aðra merkingu á þessu orði og ég ætla að halda mig við hana. Mér finnst þessi nýja eins og hún hafi verið búin til af fólki sem var of lengi í háskóla og hafði of lítið að gera.

No comments:

Post a Comment