Auð ævi eða auðæfi??
Ætli ég þurfi ekki að fara að velja hvort ég vilji?
Datt í hug að ég gæti orðið ríkur á því að búa til tungumálakennsluþætti handa nýslendingum. Sá þessa þætti sem voru einhvern tímann sýndir klukkan hálf þrjú um nóttina en mér fannst þeir ekki nógu beinskeyttir. Mínir yrðu þannig að ég myndi reiða þá til þess að læra tungumálið.
Búinn að skrifa niður nokkur atriði sem gætu verið í þættinum:
"Komdu þér aftur inn á klósett að skrúbba eða ég hýði þig með bambus líkt og pabbi þinn gerði!"
"Þetta kallast svið. Almennilegur matur annað en þetta hummus og kús kús kjaftæði sem þú ert vanur heiman frá þér!" (jafnvel væri hægt að auka áhrifin með því að slá hann utan undir með sviðinu.)
"Litli skítugi útlendingurinn minn! Þetta.... HORFÐU Á MIG Á MEÐAN ÉG TALA!!!..... er sápa. Bannað að borða samt."
"Hér eru engar kerrur og hestar. Nei hjá okkur eru það bílar og bensín. Bíííííííííílaaaaaaaaaaar ooooooog bensííííííííín. Ertu að skilja?"
"Rafmagn!!! Sjáðu!, kveikja! slökkva! kveikja! slökkva! kveikja! slökkva! Búinn að ná þessu?"
Nú er að ná að selja hugmyndina til sjónvarpsins. Er ekki öllum fyrir bestu að ný...... íslendingarnir læri tungumálið? Kemur í veg fyrir hryðjuverk.
Eins og allir ættu að vita þá er ég fluttur tímabundið upp í Breiðholt og bý með fjölskyldunni þangað til ég finn mér annað húsnæði. Sambúðin gengur svona upp og ofan. Mamma, það er engri móður til sóma að láta lögregluna hirða sig. Ég sagði þér það að ég var bara að grínast þegar ég sagðist ætla að "götta þig eins og svín!"
Ætli háskólinn sé með ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir nema? Best að hringja og komast að því.
No comments:
Post a Comment