October 21, 2005

Kötturinn ég

Guðný búin að versla íbúð svo ég flyt með henni þangað til mín mál skýrast. Ekkert meira breiðholt. Hversu sætt er að láta þessi orð leika um varirnar. Hversu? Kannski þarf ég að flytja strax um helgina? Spennandi! ótrúlega!

Var ég búinn að segja ykkur hvernig gekk um síðustu helgi? Ég man það nefnilega ekki og nenni ekki að kíkja á það sem ég skrifaði í þessari viku svo ég læt það flakka. Var búinn að staðhæfa eitthvað um að reyna við allt sem hreyfðist. Læt það vera að ég hafi verið svo rosalega grimmur. Það eina sem gerðist var að ég fékk að fara í svonefnda þriðjupersónuviðreynslu. Hún er æðisleg og á sér stað einhvern veginn svona:

ég:"hæ!"
3ja persóna:"Hún ætlar ekkert að tala við þig!"
eða
"Hver ert þú?"
"Tobbi."
"hún ætlar ekkert að tala við þig!"

Og þar með er sagan öll. Veit ekki hvort þetta séu samantekin ráð hjá stúlkum? Ekki þá gagnvart mér persónulega heldur bara öllum strákum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég lendi í þessu og var væntanlega ekki það síðasta. Samt hefur þetta ekki góð áhrif á sálina, það eina sem gæti verið verra væri það ef mamma hennar væri með henni og segði þér að hóra þér í burtu.

"Hún Mjöll Mjöll er að leita að einhverjum skemmtilegum og sætum. Skottastu nú!"

En ég skal hætta þessu. Bíð eftir stúlku sem reynir við mig.... (okei, ég geri mér grein fyrir því að þetta gæti orðið skuldbinding til margra ára og jafnvel áratuga en ég ætla að standa við þetta)

Aðeins að Bubba.
"Hverjum?"
Bubba. Bubba Morthens. Frægur söngvari.
"Nei... ég er ekki að kveikja... ertu með mynd af honum?"
Ekki á mér, nei. Alla vegna hlustaðu bara.

Ef Bubbi nær sér í nýja kærustu, reynir hann þá að gefa þeim gömlu plöturnar sem gjöf? "Ja... hérna... ég samdi þessa plötu handa þér." Öll gömlu lögin handa Brynju endurunnin.. samt ekki, bara tileinkuð upp á nýtt. Situr á nærbuxunum inni í eldhúsi með kassagítarinn og syngur "Það er gott að eeeeelska.." og lýgur að þeirri nýju að lagið hafi verið samið um hana. Til að vinna sér inn punkta. Hann myndi örugglega vinna sér inn nokkra ef hún vissi ekki að hann hefði samið það fyrir aðra. Þetta væri svolítið low en ef hún vissi ekki um lagið???... ha?... ha?...

Á morgun ætla ég ekki að ljúga að neinum. Það eina sem ég ætla að gera er að elda 3ja tíma rétt og leyfa the fam að smakka. Við skulum vona það besta.

Bubbi. Ég hugsaði málið aðeins og styð þig heilshugar. Ef þú vilt gera það þá er ég hundrað prósent með þér.

Gleymdi einu. Var að horfa á ástarfleyið í gær. Gott íslenskt efni. Ein spurningin var held ég um hvað væri það vandræðalegasta sem hefði komið fyrir umsækjendur. Þau voru ekki enn orðnir þátttakendur. Eða voru þau það? Þau mættu í prufurnar og þar með voru þau kannski orðnir þátttakendur? Þetta er eitthvað sem heimspekin ætti að taka að sér, hvenær eru umsækjendur í raunveruleikaþætti orðnir þátttakendur?

Hvað með það... það vandræðalegasta. En svo ljúga allir. Það vandræðalegasta er aldrei neitt rosalega vandræðalegt. Frekar eitthvað eins og: "ég helti tómatssósu yfir mig alla þegar við vorum að borða pasta með tómatssósu á jólunum heima í asparfellinu! Ó mæææææææ gottttttttt! Ég hélt ég myndi deyja!" Ef þú hefur ekkert vandræðalegt þá áttu bara að ljúga. Ljúga stórt! Stærra!! Stærst!!! Þegar ég fer á næsta ári þá er ég með mína vandræðalegu sögu tilbúna: Ég og Lendar Logi vinur minn erum heima hjá honum (kannski verðum við heima hjá mér því endinn yrði þá vandræðalegri, fyrir mig) og ákveðum að totta hvorna annan, ekki að því að við erum samkyngirndir heldur af því að við erum forvitnir, og ég bít óvart í annað eistað á honum þegar mamma mín labbar inn með popp og kók handa okkur því hún hélt að við værum að horfa á videó.
Þetta er vandræðalegt. Þú beist í punginn á vini þínum og mamma þín þurfti að horfa upp á það! Hvort væri vandræðalegra? Þyrfti vinurinn til dæmis að fara upp á slysó? Segjum sem svo að þið væruð bara sextán og mamma þín þyrfti að skutlast með ykkur. Vandræðaleg þögn í bílnum? Ég myndi halda það.

Nú ætla ég að hætta. Þið hafið nóg af hlutum til þess að velta fyrir ykkur um helgina. Ef ég ætti að bæta einu við þá væri það kannski þetta með kynskiptingana. Kynskiptingur sem síðan sefur hjá eigin kyni, hvernig yrði hann flokkaður?

No comments:

Post a Comment