December 14, 2002

Óbærilegur léttleiki tilverunnar

Ljúfmennið ég ákvað það sökum þess hversu góður ég er og alltaf tilbúinn að rétta fram hinn vangann, að skrifa í gestabók fyrrverandi kærustu/vinkonu á bloggsíðu hennar. Ég ætla ekki að gefa upp nafnið á henni eða bloggsíðunni en þeir sem til þekkja vita hver hún er.
Nú var ég að skoða gestabók hennar og sá hvergi mína færslu. Spurningin er, á ég að skrifa aftur því það virðist sem færslan hafi skolast til á internetinu og ekki ratað rétta leið? Segðu mér þína skoðun og saman tökum við þessa miklu og erfiðu ákvörðun.

No comments:

Post a Comment