minn er draumurinn um betra líf. ég hef ákveðið að nota þetta tækifæri til þess að tala um hlut sem fer dálítið í taugarnar á mér. Þannig er mál með vexti að á mínu heimili er ég það sem kallað er "tík" og því lendir það á mér að sækja pizzur á Domino´s þegar ég fæ leyfi til að panta eina.
Nú er það þannig að þegar sóttar eru pizzur á Domino´s þá er nafn viðkomandi, ef pizzan er tilbúin, kallað upp og hægt er að borga fyrir og fá afhenta pizzuna.
Mitt innlegg er þetta. AF HVERJU Í ANDSKOTANUM ER FÓLK ALLTAF AÐ TROÐA SÉR AÐ BORÐINU OG HALDA HELMINGNUM AF STARFSFÓLKINU UPPTEKNU OG NEITA MÉR OG 300 ÖÐRUM UM PIZZUNA SÍNA MEÐ ÞVÍ AÐ SPYRJA HVORT PIZZAN SÍN SÉ TILBÚIN?????????. ÞEGAR HÚN ER TILBÚINN ÞÁ VERÐUR NAFNIÐ ÞITT KALLAÐ UPP FÍFLIÐ ÞITT.
Verið á varðbergi því að hálvitarnir eru út um allt.
No comments:
Post a Comment