December 2, 2002

Mánudagur og allir í góðu stuði. Það er hægt að merkja það á tölvunarfæðinemum að próf nálgast. Það er æðislegt að fylgjast með því hvernig kippir í andlitum og útlimum aukast til muna svo að heil skor í háskólanum lítur út fyrir að vera á Micheal J. Fox eftirhermunámskeiði. Allir þessir kippir bara til þess eins að falla síðan á prófunum. Ég myndi frekar hafa áhyggjur af því að hvort það sé Astró eða Hótel Ísland um áramótin. Nei maður má ekki vera svona leiðinlegur, en mitt innlegg er þetta. Í stað þess að ætleiða hval þá legg ég til að hver sem getur ættleiði tölvunarfræðinema. Takið eftir tvíundarteljaranum. HA HA HA HA hverju dettur þessum strákum næst í hug????

No comments:

Post a Comment