December 7, 2002

Hinn síglaði tobbalicious er mættur enn einu sinni fyrir framan tölvuna og vill endilega fá að segja nokkur orð.
Fyrst vil ég benda reykingamönnum á það að í Hvammasjoppu í Hvömmunum í Hfn, fást sígarettur á 465kr, sem er skömminni skárra heldur en að borga 515kr.
Verslið nú sígarettur sem óðir væruð. Því meira því betra.
Annars er ég sko að hætta, í alvörunni, nei ég meina það , þið skiljið ekki, ég ætla að hætta.
Nóg um það, þá er ég að hugsa um það að fá vinahópinn til þess að flytja með mér til Ítalíu. Mér virðist sem að Dabbi kóngur sigri aftur og jafnvel að hann kreisti út meirihluta með sjálfum sér og held ég það yrði skárra að láta Silvio stjórna sér með harðri hendi heldur en það að selja sál sína úr sér gengnum forsætisráðherrum sem þola ekki lengur gagnrýni og eiga bara til eitt svar við öllum spurningum sem fyrir hann eru settar. "Þjóðin veit ekkert um það!". Flýjum land og látum gott af okkur leiða í öðrum löndum. Ég segi: Ekki meira blóð handa Davíð. Við verðum hvort sem er skotin niður í flugvélinni, það sagði mér góður maður kenndur við 2000, ekki Friðrik heldur Friður. Hér læt ég lika fljóta með link yfir á kanínusleikjandiblómaétandihippasamtök.

No comments:

Post a Comment