December 12, 2002

Once again back, it´s the incredible.....

Almenn leiðindi og jólaþunglyndi hefur haldið aftur af mér í þessum skrifum mínum á þessu svokallaða "alneti". En Fréttablaðið sá mér fyrir nægilega mikið af fréttum sem ættu ekki að eiga sér stoðir í raunveruleikanum, þannig að nú er ég fullur af jákvæðu hatri og tilbúinn að takast á við lífið.
Frétt nr.1: Tveir bræður sem fara fram á það að Papa John´s borgi þeim fyrir það að þeir höndluðu ekki að nota hreint hráefni, ákveðna stærð af pizzum eða aðallega að fara eftir reglum frá Papa John´s. Það er á svona stundum sem ég vil sjá opinberar hýðingar á Íslandi. Ef þeir hefðu fengið leyfi frá Subway ætluðu þeir þá að selja Sóma-langlokur að því að það væri miklu hagkvæmara. "Við hefðum farið eftir reglum Subway en það hefði bara ekki svarað kostnaði." Fífl.
Frétt nr.2: "Coldplay sparar ekki tækjaflutninginn, RISASKJÁIR Í LAUGARDALSHÖLL". Ein af þessum mannlegu fréttum um mikilmennsku stórhljómsveita. Af því að það voru svo margir sem ætluðu á tónleikana til þess að sjá risaskjána en ekki Coldplay. Tónleikagestur:"Mér leist svo sem vel á Coldplay og Ash en það voru skjáirnir sem innsigluðu það að ég ákvað að fara."Fífl.

Auk þess ætla ég ekki að eyða orðum í Guðrúnu Gunnarsdóttur. Þó svo að hún sé að hvetja til aukinnar umræðu um ofbeldi/klám. Fór þó að spá í það hvort hún myndi mæta í pallborðsumræðurnar eða sitja heima til þess að hvetja ekki börnin sín til þess að horfa á klám.

No comments:

Post a Comment