Er að ganga frá sjálfum mér þessa dagana. Nú svo er mál með vexti að ég er farinn að skíta þrisvar á dag. Svo sem allt í lagi nema að þetta eru engar smá skitur. Þetta er svipað og hjá maraþonhlaupurunum sem hlaupa svo mikið og reyna á sig að þeir fá víst einhvers konar sælutilfinningu um allann líkamann. Ég hristist og kreysti á fullu þangað til annaðhvort gefur undan, hausinn eða boran. Yfirleitt er það kvikindið neðra sem gefur eftir og ég geng hér um bil óskaddaður frá þessu. Enda mætti hausinn ekki við því að eitthvað myndi gefa eftir þar. Lítið starfhæft eftir áralangar tilraunir með því að sannreyna orðatiltækið "Eins og rjúpan að rembast við staurinn". Nei, ég held að enginn viti hvað það þýðir. Þarf einhverja áskorun í lífinu svo að það stefnir allt í það að skrifuð verði bréf til helstu ráðamanna þjóðarinnar og þeim þakkað fyrir skýr og greinagóð svör. Svo líka helvítunum hjá Undirtónum og Radíó Reykjavík. Ef það er eitthvað sem leggst verr í mig en óhæft fólk eða þá þeir sem tala um sjálfa sig sem "vinnusjúklinga" þá eru það fyrirtæki sem ekki svara frá manni starfsumsóknum. Hverja þeir ráða gæti mér ekki verið meira sama um enda er það að öllu leiti þeirra mál en það að geta ekki drullast til þess að senda út fjöldaímeil á alla þá sem ekki fengu stöðuna með t.d. "Við höfum farið yfir allar umsóknir og ráðið hefur verið í stöðuna. Við þökkum kærlega fyrir þann áhuga sem þið sýnduð og hvetjum ykkur eindregið til þess að sækja um ef fleiri stöður losna."
ÞAÐ ER EKKI ERFIÐARA EN ÞAÐ! Tók mig eina mínútu að skrifa, þið getið varla verið það uppteknir að hafa ekki lausa eina mínútu. Fokkingandskotanshelvítis........
No comments:
Post a Comment