Spelti er næstum því hveiti.
Diskó er næstum því tónlist.
Dabbi Diskó er næstum því karlmaður.
Birgitta Haukdal er næstum því söngkona.
Skrítið hvað lífið er fullt af næstum þvíum. Mig langar alltaf næstum því í vinnuna og er næstum því farinn að gera eitthvað til þess að fegra eigin tilveru. Svo fer ég að spá í hlutunum og þá er ég of latur til þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Það hlýtur samt að fara að gerast á næstu dögum að maður rífi sig upp á rassgatinu og reyni að koma einhverju í verk. Sannfærði sjálfan mig næstum því sjáið þið. Tók þó mjög stóra ákvörðun fyrir kvöldið. Ég ætla að gera næstum því ekki neitt.
Til heiðurs konum og þeirra degi sem er víst 19.júní ætla ég að enda allar samræður við konur á þessari einföldu setningu: "Vilt þú ekki bara fara á túr eða eitthvað?"
No comments:
Post a Comment