June 26, 2003

I can´t forget, and I don´t remember why?

Var mjög ánægður í gær þegar 17 ára stúlkan sem ég var að "vinna" með sagði mér það að hún hefði haldið að ég væri svona 20 ára. En þetta sýnir hvað áralangar reykingar og drykkja hefur haldið húðinni unglegri.
Samt æðislegt að vinna með svona ungu fólki, stelpan í gær var með þennan líka glæsilega sogblett og sýndi hann öllum sem komu inn í búðina. Aldrei eru karlarnir hjá Ká-inu með sogbletti. Gæfi samt mikið fyrir það að sjá þá mæta með einn í vinnuna.
Hef verið að velta fyrir mér þeirri áráttu allra, og þá meina ég ALLRA, að segja alltaf þegar það sér einhvern með barnavagn niður í bæ, "Nú!, bara komin með barn?". Af hverju segir það ekki, "Nú!, bara kominn með barnavagn?" Þó svo að einhver sé með barnavagn niður í bæ er ekki sjálfgefið að því fylgi barn. Ég held að margir nýti sér þetta til þess að losa sig við smá streitu og fá smá líkamsrækt út úr því. "Heyrðu elskan!, ég ætla aðeins að skreppa út með vagninn. Kem eftir svona 30." Þetta er undiraldan í þjóðfélaginu. Exóstensíalískur neórómans nútímapara sem þjást af Kringlu- og Smáralindarheilkennum. Sálin horfin og Brúðkaupsþátturinn Já tekinn við.

No comments:

Post a Comment