June 4, 2003
Hvað er að gerast hér? Er enginn sem nennir að blogga fyrir mig. ER er svo vondur við mig að ég fæ aldrei að blogga sko. Hann er alltaf að skamma mig og þó maður geri ekki neitt þá er hann alltaf að skamma mig. Annars er ég að fíla mig geðveikt á sendibílnum og held að ég fari að fjárfesta í svona monster handfrjálsum til þess að falla inn í tískuna í útkeyrslumálum. Samt stefnir allt í það að drykkja mikil verði á föstudag ásamt gömlum félögum úr menntaskóla, Dötti Fókus, Pitti Sterki og Gölli Murdoch hafa allir samþykkt það að kaupa áfengi til þess að innbyrða á Friday. Ofurkennarinn og verkamaðurinn B.Tómasson verður þar einnig. Annars er það helst af mér að frétta að bókin mín er ölla að koma til og ætlar Edda að gefa hana út. Kemur væntanlega um jólin og á að heita því skemmtilega nafni "Vaknað í Brussel". Fjallar um árið sem ég eyddi í E-pilluát í Belgíu. Hefur ekki kynnst Belgíu án þess að poppa e-i. Ég og Deeza erum enn að bíða eftir svari frá Brúðkaupsþættinum Já og því er ekki víst hvort að við náum að leigja bát frá Landhelgisgæslunni og hvort að þyrlan verði laus á sama tíma. Djöfull verður þetta flott hjá okkur, Jói Fel kemur og bakar ítölsk smábrauð úr ekta ítölsku hveiti sem við flytjum inn sérstakleg fyrir veislunna. Séra Vigfús og Pálm Matt. ætla að gefa okkur saman saman. Prestadúettinn líkt og tenórarnir þrír forðum. Kristján Jó flýgur sérstaklega inn frá Garda-vatninu og tekur með sér nokkra lítra úr því sem við ætlum að nýta okkur til þess að vigja okkur inn í samfélag Ítalasleikja. Annars ef við fáum ekki bátinn frá Landhelgisgæslunni þá verður veislan haldin á pramma í tjörinni og skemmtiatriðin verða í höndum Helga Björns og Eyjólfs Kristjáns.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment