June 12, 2003

Varð fyrir miklu menningarsjokki í gær og fór þó aldrei út úr Reykjavík. Þannig er mál með vexti að ég tók að mér í góðmennsku minni aukavakt hjá fjölskylduverslunarkeðjunni sem ég vinn hjá og leggur mikla áherslu á ost í hverri þeirri mynd sem hann gæti birst. Verslunin sem ég lagði lið í gær er í breiðholtinu. Ég hef ákveðið að búa aldrei í breiðholtinu. Breiðholtið hræðir mig. Ekki nóg með það að smákrimminn og seríóssmyglarinn Spörri Seríós hafi alist þar upp. Breiðholtið er fullt af stórfurðulegu fólki sem gengur um með fimmþúsundkallabúnt og veifar því framan í allt og alla. Annaðhvort eru þeir allir í svartri vinnu og fá fimmþúsundkall á dag eða þá að þetta eru allt vímuefnasalar. Það er ykkar að dæma. Þurfti í fyrsta skipti að reka mann út úr búð fyrir það að reykja inni, læt það vera að hann stóð varla í lappirnar af drykkju. Fyrsta skipti sem ég hef þurft að afgreiða eingöngu með handabendingum þar sem hvorki ég né viðskiptavinurinn töluðum sama tungumál. Vorum ekki nálægt því að skilja hvorn annan. Fann samt mikla ást koma frá þessu fólki. Eins og ég hef sagt áður þá er fólkið í breiðholtinu salt jarðarinnar. But man are they fucking weird.

No comments:

Post a Comment