January 24, 2003

Föstudagur mættur. Sköpunargleðin er að fara með mig og er ég kominn með nokkuð góða hugmynd að söngleik. Þyrfti helst að ræða við íslenska dansflokkinn og einhverja góða hljónst til þess að spila undir. Söngleikurinn heitir alla vegna "Kjóll og Kjáni" og fjallar í grófum dráttum um Kjána sem fellur af himnum og finnur þennan fína siffon-kjól þegar hann skellur á jörðinni. Hann klæðir sig í hann og byrjar að dansa eins og.......jú kjáni. Fólk fyllist almennri gleði af danstilburðum þeirra og Kjóll og Kjáni verða ástfangnari með hverju lagi, svo ekki sé talað um töfra dansins sem svo sannarlega getur kynt undir ástina. Atburðarrásin tekur svo óvænta stefnu þegar breskur iðnjöfur sem ber nafnið Taylor, kemur til skjalanna og segir kjól vera dóttur sína og frekar fengi Ingvar Þórðar að klæðast henn fekar en einhver lítill kjáni. En Kleppur, móðir Kjána, kemur til hjálpar og saman gera þau allt sem í þeirra valdi stendur til þess að sameina dansparið aftur. Hvað svo verður kemur í ljós þegar frumsýning á sér stað.................Borgarleikhúsið kallar.

No comments:

Post a Comment