January 27, 2003

Háskólinn er að drepa mig....ekki það að námið sé eitthvað ógurlegt. Þannig er mál með vexti að lirfur hinna ýmsu stjórnmálaflokka eru að springa út þessa daga og undirbúa nú kosningar til stúdentaráðs. Út um allt liggja boðsmiðar á bjórkvöld með krökkunum þar sem þeir geta montað sig af því að það er þeirra þrotlausa starf sem tryggir það að stundaskrár eru eins og gatasigti, kennarar fara yfir próf þegar þeim hentar og skila þeim svo nokkrum árum síðar, lánasjóðurinn lánar ekki og almenn óánægja innan Háskólans með þeirra máttlausu störf er í hámarki. En ég er viss um það að það er ógeðslega skemmtilegt að fá að sitja sem áheyrnarfulltúi hjá Lín og rífast um það á stúdentaráðsfundum hvort bjóða eigi upp á hjónabandssælu eða skúffuköku á stúdentadeginum.
Þvílík vitleysa. Hefst nú pólitískt hatur hér á Eggertsgötunni sem heldur áfram fram að kosningum.

Röskvulirfurnar eiga vitleysu dagsins: ....var haldinn fundur í Alþjóðanefnd. Á fundinum bar einna hæst umræða um viðhorfskönnun erlendra nema.(innsk. tobbalicious;VEEEEEIIIIIIII. Til hamingju krakkar.) Í nóvember var samþykkt tillaga röskvulirfu, um að framkvæma viðhorfskönnun meðal erlendra nema en vinna við hana er að hefjast.......(Hér kemur það allra besta!!! Þeir náðu sem sagt ekki að koma neinu í verk frá því í nóvember en það er bara rangt)..röskvulirfan verður send til AÞENU í helgarferð ásamt annarri lirfu til þess að ráðstefnulirfast um þessa svokölluðu Alþjóðanefnd.

No comments:

Post a Comment