January 21, 2003

Í morgun var dýpsta lægð í skólagöngu tobbaliciousar. Það var sársaukafullt að þurfa að sitja undir leiðindunum og sá ég þá líkn eina að skjóta sjálfan mig í hnéð. Hvað ég myndi ekki gefa fyrir bandaríska byssulöggjöf á Íslandi.
Fékk mig samt til þess að hugsa til allra hinna uppreisnagjörnu Íslendinga sem kvarta og kveina í biðröðum búða og skyndibitastaða. Nógu hátt til þess að næsti maður(konan þeirra) heyri en að það berist ekki til eyrna afgreiðlsustúlknanna. Væla svo eins og litlar tíkur þegar út er komið um það hvað þeir "hefðu nú átt að láta þau heyra það" og "hefðu átt að gera þetta og hitt" bla dí bla dí bla. Hæfileg refsing segi ég að sé opið beinbrot.
Hvet ég hvern þann sem les þetta að senda Norðurljósum póst og biðji um það að "Séð og heyrt-sápuóperan" sem ber nafn Sigurjóns Kjartansonar verði tekið af dagskrá. Hvílík froða sem þessi viðbjóður er.

No comments:

Post a Comment