January 16, 2003

Sé það að könnunin fer vel á stað og hefur Já liðurinn algera yfirburði.

Annars er það af mér að frétta að hrokinn er að ná yfirhöndum á mér þessa dagana. Hroki gagnvart skóla, yfirvöldum og börnum.
Hér beint fyrir utan gluggann hjá mér eru nefnilega tveir leikskólar. Með því að herma örlítið eftir Townsend félaga mínum þá hef ég komist að því að ég gæti sko rólað mér miklu hærra, mokað dýpri holu og rennt mér miklu hraðar en þessi gölluð krakkar á leikskólanum.
Svo eru samnemendur mínir farnir að hræða mig svolítið. Ekki það að þeir séu massaðari en "Vélin" heldur eru þeir meira afmyndaðir nú af "nördsku" en áður. Hárin farin að detta af þeim og ljóminn af tölvuskjánum virðist ekki hverfa af andlitum þeirra fyrr en eftir hádegi. Svo blanda þeir geði við viðskipta og stjórnmálafræðinemana sem eru svo að springa úr gleði yfir því að vera einn af þeim milljónum Íslendinga sem stunda það nám. Líkt og það að fá að fara í háskóla sé eins og að vinna í lottóinu. Þetta kemur sér vel þegar þau gerast bílasalar seinna í lífinu. Árum vel varið í gott nám. Þá bið ég frekar um guðfræði, það er alla vegna messa á fimmtudögum.

No comments:

Post a Comment