Ólympíuleikar ????
Ég og Jó-Vicious erum búin að standa okkur vel. Sóttum, í mínu nafni, um farseðil til Aþenu með Íslandsbanka og Sjóvá-Almennum. Hér birtum við okkar ástæðu hvers vegna við eigum skilið að komast til á Ólympíuleikana.
Það hefur verið ósk mín að geta litið augum þann draum sem ólympíuleikarnir eru. Þar eru samankomnar fyrirmyndir okkar unga fólksins. Á þessum tímum þar sem fjölmiðlar eru uppfullir af neikvæðum fréttum um eiturlyfjainnflutning, sakamál og almenna hnignun þjóðfélagsins þurfum við nú, sem aldrei fyrr, að endurvekja trúnna og gleðina sem fylgir hinum sanna íþróttaanda. Hvers eigum við að gjalda? Er það okkur unga fólkinu að kenna að fáein rotin epli komist upp með það að verða þess valdandi að unglingar þurfi ævinlega að verða fyrir fyrirfram gefnum fordómum hinna fullorðnu. Okkar er framtíðin og það okkar vilji að sú framtíð verði glæst og landi og þjóð til sóma. Það eru grundvallar mannréttindi að við fáum tækifæri til þess að sýna verðleika okkar og með framtaki framsýnna fyrirtækja, eins og ykkar, mun sá draumur okkar unga fólksins loks finna sér heimili. Saman munum við snúa við þeim ranghugmyndum sem þjóðfélagið hefur oft gefið sér sem sannleika í sambandi við unga fólkið sem mun erfa þetta land.
Meðmælendur mínir eru eftirfarandi: Jóhann K. Jóhannesdóttir blaðamaður, Eyjólfur Reynisson skrifstofumaður, Guðný Þorvaldsdóttir verkamaður og Daníel Helgason námsmaður og vinur. Nú er bara að krossleggja fingur og vona að ég vinni.
Sækið um hér
No comments:
Post a Comment