February 11, 2004

Lifandi blogg

Er á lífi eftir endurskipulagningu íbúðarinnar. Nú sést ekki í snúru. Fyrir tveimur tímum sást bara í snúrur og ekkert annað. Svona er maður nú duglegur. Nema alltaf þegar ég er það ekki. Sem gerist dálítið mikið alltaf.

Nú veit ég að ég þekki þrenn pör sem gifta sig í ár. Er ég búinn að fá boðskort? Nei hver fer svo sem að bjóða mér í brúðkaup? Ég sem hef tekið upp hvern einasta þátt af brúðkaupsþættinum Já af hverju ekki ég er til í að gera næstum hvað sem er til að komast í sjónvarpið. Búinn að vera með töflufundi heima hjá mér og held brúðkaupsmöppu þar sem ég nú búinn að setja upp fjórar útgáfur af draumabrúðkaupinu. Vonast til þess að Spörri sá er við Jó er kenndur setji síðan upp fyrir mig tölvuteiknaða mynd af hvernig þetta gæti farið fram. Maður verður að vera viðbúinn öllu. Þetta er STÆRSTA STUND í lífi hvers ungs manns. Dagurinn sem okkur var ætlað að upplifa! Ástæða þess að við göngum um á þessari jörðu, skoðum klám á netinu og drekkum kaffi. Allt þetta gerum við einungis til þess að einn daginn getum við beðið við altarið, örlítið góðglaðir, nikkað til gesta sem ganga inn í kirkjuna (svona "ÉG er að GIFTA mig ekki þú, auminginn þinn!" nikk) og horft síðan á þá GUÐSGJÖF sem gengur inn gólfið með væntanlega sauðdrukkinn föður sinn við hlið sér sem hristir hausinn og hugsar með sér: "Öll þessi ár sem ég reyndi að leggja henni línurnar til að hún kæmist nú þokkalega frá þessu lífi og hún velur sér þetta viðrini sem eiginmann. Kenni móður hennar um þetta! Mental note: Berja helvítið!" Hvað ég get ekki beðið eftir að gifta mig.

En þá vildi ég bara koma því á framfæri að það er ekki mér að kenna þó ég komi óboðinn í öll þessi brúðkaup í sumar. Kófdrukkinn og reyni við brúðirnar í kirkjunni. Firri mig allri ábyrgð enda geta þær bara sjálfum sér um kennt að hafa ekki boðið mér. Helvítis aumingjar allir saman. Pútúí. Pútúí.

Ég er samt ekkert að láta þetta fara í taugarnar á mér. Miklu meiri maður en svo. Helvítis fífl.

E-N-í vei! Langt síðan ég hef skrifað eitthvað skemmtilegt um skjólstæðinginn. Maður lifandi hvað hann er svolítið mikið helling farinn að fara svolítið í rasshárin á mér. Við erum búnir að þekkjast í 4-5 mánuði og ég get bara ekki feikað það lengur. Bara svo oft sem ég get átt samræður við mann um stelpur eða þá hvar eigi að detta í það um helgina. Hann getur ekki eða vill ekki tala um aðra hluti. Ég hallast að því fyrra. Honum er lífsins ómögulegt að tala um annað og algjörlega tilgangslaust að reyna að byrja umræður um annað. Hann bara hlustar ekki. Í síðustu viku tók svo steininn úr helvítinu. Ég set þetta hér í rétta tímaröð og samræðurnar eru orðréttar nema hafa skal í huga að í hvert einasta skipti sem ég svaraði kvikindinu var komið svolítið meiri pirringur í röddina heldur en daginn áður.

Þriðjudagur. Skjólstæðingur: "Tobbi, hvað gerum við um helgina? tobbalicious: "Ég geri lítið. Þarf að vinna."
Miðvikudagur. S: "Tobbi, hvert förum við í partý um helgina?" t: "Veit ekki, ég þarf að vinna."
Fimmtudagur. S: "Tobbi, er ekki drykkja um helgina?" t: "Nei! Þarf að vinna! Laugardag og sunnudag."
Föstudagur. S: "Hvert förum við í kvöld?" t: "Lítið sem ég geri. Vinna á morgun."
Laugardagur(tobbalicious í vinnu. Síminn hringir.). S: "Kemurðu heim til mín í mat?" t: "ÉG ER Í VINNU og fer aftur á morgun í vinnu."
Sunnudagur(tobbalicious í vinnu. SMS). S: "Kemurðu á kaffi." t: "VINNA. VINNA. VINNA. VINNA." S: "Hittumst við þá á morgun?"

Hey! Ég veit ekki með ykkur en það er einhvers staðar þarna sem ég missti þolinmæðina. Freaking mother! Ég hef nú haldið ró minni hingað til og reynt að halda mér á pólitískt réttu nótunum þegar ég hef verið að útskýra pirring minn á skjólstæðingnum en hallast nú að þeirri skilgreiningu sem Nicoletta vinkona mín kom með. Hún sagði orðrétt: "tobbalicious ég held hann sé bara heimskur." Nær sannleikanum komumst við ekki held ég.

No comments:

Post a Comment