February 26, 2004

Kannski

Lofa því að læra meira. Samt veit ég það að ég á ekki eftir að gera það.
Lofa því að hætta að reykja. Geri það samt ekki.
Lofa því að fara út að hlaupa. Geri það ekki.
Lofa því að blogga meira. Veit að ég á eftir að gera það.

Komst að því að það eina sem ég hef gaman af þessa dagana er að reykja og blogga. Auðvitað fylgja með eins og 80 bollar af kaffi á dag til að ná óbragðinu af sígarettunum úr munninum. Á eftir að ná mér í þessa líka fínu gulu putta og kvennmannsmjaðmir af reykingum og löngum setum fyrir framan tölvuna. Auk þess sem ég anga af hvítlauk þar sem hér um bil það eina sem ég nenni að elda eru núðlur. Kommon! Ég bý einn og glææææææætan að ég nenni að standa tvo tíma fyrir framan eldavélina einungis til þess að slafra því svo í mig á 2 mín. Ekki séns. Þannig að hungur mitt og anorexíu-útlit er sjálfskaparvíti.

Ég held í þá von að ég sé að þessu til að geta einn daginn orðið listamaður. Þetta er mín píslarganga. Krabbameinið sem ég virðist einsetja mér að ná mér í lungun verður síðan ástæða þess að ég mála myndir líkt og þessa sem ég kalla "Hringur lífsins". Svo sem ég minimalísk ljóð til heiðurs meistarastykkjum bókmenntasögunnar. Þetta hér, "Fleur", er til heiðurs Patrick Süskind og bók hans Ilminum. Fyrir þá sem ekki þekkja söguna um "blómið" þá skal þeim bent á að það ku minn getnaðarlimur vera. Allir vita það líka að ilmur er ekkert annað en limur ritað á annann hátt. Því er einstaklega skemmtilegt hve þetta ljóð er tvírætt. Málfræðin myndi útskýra þetta á þennann hátt:

Ilmur Patrick Süskindar - limur tobbaliciousar
Ilm Patrick Süskindar - lim tobbaliciousar
Ilmi Patrick Süskindar - limi tobbaliciousar
ilms Patrick Süskindar - lims tobbaliciousar

Settu þetta í latnesku málfræðibókina þína og reyktu það!!! Þarna takast á tvö meistarastykki bókmenntanna. Ilmurinn og Limurinn. "Ég las um typpi tobbaliciousar en líkt og allir aðrir hef ég aldrei litið það augum." Er þetta klám? Eða er þetta erótík? Hver veit? Ég fer sem köttur um heitan eldinn. Þeir ná mér aldrei! Slyngur andskoti sem ég er í listinni. Svo þegar ég er búinn að ná fullkomnum tökum á kassagítarnum má P6 fara að vara sig.

No comments:

Post a Comment