February 2, 2004

Fuglaskoðun

Ætla að kíkja í bíó í kvöld. Fagna því að ég virðist ekki alveg jafnvitlaus og ég lít út fyrir að vera. Fékk síðustu einkunnina í dag og held því íbúðinni þangað til í sumar. Sem er gott mál. Helgin fín og myndi svo sannarlega skrifa um hana ef ég væri ekki í tölvu uppi í skóla. Leiðindarmál að hafa ekki tölvu heima hjá sér þegar maður hefur aðgang að ókeypis "alneti". Tölvukaupaferðalag sem ég þarf greinilega að leggja í. Ekki það að ég eigi pening til að kaupa mér tölvu en finnst einhvern veginn eins og ég geti ómögulega lifað án hennar. Fökkk hvað maður lætur plata sig.

Ekki skamma mig þó ég bloggi ekki. Fórnarlamb aðstæðna. Ég.

No comments:

Post a Comment