February 24, 2004

Nú er að velja!

Er ekki búinn að reykja síðan í gær. Sem á að vera gott mál. En ástæða þess að ég er ekki búinn að reykja síðan í gær er sú að ég á bara ekki pening. Sem er ekki gott mál. Því nú á ég ekkert að borða heldur. Svo veit ég að ef ég redda mér pening þá er miklu líklegra að ég kaupi mér sígarettur heldur en mat. Svo ég vil ekki redda mér pening fyrir mat því ég veit ég á eftir að eyða honum í sígarettur. Þetta verður því barátta á milli þess að deyja úr næringarskorti eða hætta að reykja. Berjist!, börnin mín. Það elska ég meira sem sigrar. Hinir hæfustu lifa af og allt það.

No comments:

Post a Comment