Allt slökkt
Þá bara slökknaði bara á mér. Ekki búinn að gera rassgat þessa dagana. Það er svo mikið frí í gangi að ég tók mér frí frá sjálfum mér. Kannski ekki alveg frí þar sem ég er að reyna að sannfæra sjálfan mig að það hafi verið rétt ákvörðun að fljúga til skítlanda. Það var rétt. Bjargar geðheilsunni að flýja landi í þrjá daga. Það að sjá pixies í leiðinni spillir ekki fyrir.
Svo.... það er flogið út í fyrramálið og liggur ljóst fyrir að lítið verður bloggað á meðan. En kannski þeim mun meira á eftir??? Wóhá! Æsispennandi sögur af kojudrykkju á hótelherbergi.
Farinn að gera eitthvað uppbyggilegt við líf mitt. Ha ha ha ha ha ha ha ha ha!
No comments:
Post a Comment