Hvernig á að ná sér í strák
Fékk póst þar sem ég var spurður að því hvort ég væri til í að fara á deit. Með stelpu! Skil það nú ekki alveg? Hélt ég væri búinn að gefa það vel til kynna hér á þessu bloggi að ég er stórt grátt svæði í öllu því sem við kemur kynferði og hneigð. En til að svara spurningunni þá eru þrjár einfaldar reglur sem gott er að hafa í huga þegar stefnt er að því að kynnast mér betur:
1. Hafnaðu sýnilegri fegurð.
2. Stærð má alls ekki skipta máli.
3. Yfirdráttur er ekki kvöð, heldur lífsstíll.
Ef þetta eru hlutir sem heilla þig þá sé ég ekki annað en að við ættum helvíti vel saman.
No comments:
Post a Comment