May 26, 2004

Bjargaði deginum

Oftast þegar ég tala um lömbin sem koma inn í búðina er það til þess að losna við smá gremju. En ekki í þetta skiptið. Nú er það til að segja frá manninum sem bjargaði deginum í gær. Maður fæddur ´32. Alveg eins og hvert einasta aldraða lamb sem kemur inn. Verslar, ég man ekki hvað, og tekur sér síðan glæran plastpoka til þess að setja vörurnar í. Hann er eitthvað að rembast við að opna pokann. Ég sem samviskusamur ungur drengur ætla að bjóða fram aðstoð mína þegar hann horfir á mig og segir: "Andskotinn hafi það! Þetta er eins og helvítis smokkabréfin, maður nær aldrei að opna þetta."
Ég gat bara ekki svarað þessu. Sérstaklega ekki þar sem næsti viðskiptavinur var jafnaldra hans sem hann fór strax í að hösla. Djöfulsins svall er greinilega í gangi þarna á elliheimilinu á móti. Spurning um að redda sér plássi?

No comments:

Post a Comment