Niðurlæging
Reyndi að fara heim með fyrstu stelpunni í laaaaaaaaaangan tíma um helgina. Stelpur eru nú búnar að taka talsverðum breytingum frá því að ég var síðast að reyna við þær fyrir rétt rúmlega tíu árum síðan. Orðnar svo agressívar. Ég var eiginlega bara hræddur. Sérstaklega þegar hún tók fram fötin af fyrrverandi kærasta sínum, bað mig um að klæða mig í þau, og fór svo fram á það að fá að kalla mig Guðna allan tímann. "Flengdu mig!, Guðni, Flengdu mig!" Ég er ekki alveg að fatta þetta kvenfólk.
Ég hef fengið mikið af spurningum um það af hverju ég sé að vinna í búðinni, þetta sé illa borgað og ekki kannski skemmtilegasta vinna í heimi. Svarið er auðvelt, stelpur fíla stráka í úniformi og ég klæðist úniformi í vinnunni. Ergo. Stelpur fíla mig og vilja eiga villtar nætur með mér. Ég er enn að bíða eftir þessum villtu nóttum en eftir sex ára bið hlýtur að fara að koma að þessu. Ég er bara að bíða... liggur ekkert á... ekki það að þið megið ekki reyna við mig... þið gætuð jafnvel grætt eitthvað á því?.. hvað segiði?.. er ekki alveg að tíma í flugmiða til Amsterdam... ég er þrifanlegur.. var ég búinn að minnast á það að ég klæðist úniformi í vinnunni?.. stundum bæði bol og peysu merktri búðinni... ég kalla það: Double pleasure.
No comments:
Post a Comment