May 5, 2004

Sögur úr búð

Hvað er móðgandi við að segja við viðskiptavin: "Létt-jógúrt með perum. Þú verður ekki feit af því!"

Tvær setningar sem þú vilt ekki heyra á fm957:
"Frábært lag!"
"Hreint út sagt stórkostleg hljómsveit!"

Líka að kynna hljómsveitina Gus gus sem göss göss. Það finnst mér æðislegt. Göss! Göss! Meira að segja skjólstæðingurinn segir bara Gús gús.

Ég lenti í nýju atriði í gær í vinnu. Göss! Göss! Ég talaði um það fyrir einhverjum mánuðum hvað mér þætti leiðinlegt þegar fólk getur ekki drullast til þess að svara kveðju manns í búðinni. Svo ég er á kassa í gær og upp að honum kemur stórbeinótt húsmóðir úr, ekki alveg, vesturbænum. Yfirleitt næ ég ekki augnsambandi við þetta fólk sem er að versla en ég og þessi kona náðum augnsambandi og ég býð henni góðan dag. Hvað gerir hún? Svara hún kveðjunni í sömu mund? Neeeei. Það væri of mikið að biðja um. Þess í stað hættir hún að taka vörurnar upp úr körfunni og horfir á mig opinmynnt og sýnir þess engin merki að hafa skilið það sem ég sagði. Bara starir á mig eins og ég hafi kallað hana skítuga hóru. Tíminn stendur í stað. Er fólk hrætt við kveðjuna "Góðan dag!"??? Ég verð að finna eitthvað annað. Vinalegi búðarstarfsmaðurinn: "Bleeeee- eeeeeee- eeeee- sssaður!" Hanga vel á e-inu.

Ef það er eitthvað sem ég elska líka í búðinni minni þá er það þegar fólk reynir að selja mér eitthvað. Ég vinn í búð, svo mér hlýtur að finnast gaman að versla ekki satt? "Oh! Þú ert svo heppinn tobbalicious. Færð að vinna við áhugamálið!" Það er ekki það sama, kaufen og verkaufen. Það lærði ég í menntó. Eníhú þá kom þessi gaur inn í gær og gaf sig á tal við mig:

"Svo þú notar svona gleraugu?"
"Já.... kannski ekki erfitt að koma auga á það."
"Nei ég er nefnilega að vinna hjá fyrirtæki sem sér um svona laseraðgerðir á augum. Þú gætir losnað við gleraugun. Stelpurnar yrðu nú hrifnar af þér svona gleraugnalausum og sætum."
"Já... Nei... Veistu ég held ekki. Er þetta ekki hættulegt ef maður á eftir að taka út einhvern vöxt? Gæti maður bara ekki orðið blindur aftur?"
"Hvað ertu gamall?"
"Tuttugu og ei... tve... tuttugu og sjö. Af hverju?"
"Þá held ég að þú þurfir engar áhyggjur að hafa. Ferð væntanlega ekki að taka vaxtarkipp núna? Það er alltof seint."
"Hvað meinarðu, of seint?"
"Nei. Ég er bara að segja að það er mjög ólíklegt að þú eigir eftir að stækka eitthvað meira úr þessu. Ég myndi bara skella mér í þetta, óhræddur."
"Jaaaaaa... ég veit svei mér þá ekki. Ég heyrði nú um einhvern gaur um daginn í Rúmeníu sem heldur enn áfram að vaxa og hann var eitthvað svona kannski 35 ára. Hann er orðinn eitthvað svona 3 metrar eða eitthvað og vex bara og vex."
"Hvað ertu að segja?"
"Sko! Hann vex bara og vex. Þegar hann var ekki nema 2 metrar eða eitthvað, fór þetta svo í taugarnar á konunni hans, að hann hætti ekki að vaxa, að hún skar af honum... hérna... sko... bibbann."
"Ha?!"
"TYPPIÐ! Hún skar af honum typpið. Henti því svo út um rúðuna."
"Það er ekki hægt. Að henda einhverju út um rúðuna."
"Hvernig þá?"
"Að því að rúðan er glerið sjálft. Það er ekki hægt að henda neinu út um glerið í glugganum. Sama dæmi og með hurð og dyr. Þú opnar dyrnar en ekki hurina. Ef þú ætlaðir að opna hurðina þyrftirðu að vera með litlar dyr á hurðinni sjálfri."
"Já, þú meinar?"
"Ef þú segir aftur; "Já, þú meinar?," drep ég þig. Eins og ég sagði þá er ekki hægt að henda neinu út um rúðuna, nema hún væri brotin. Þá væri það vel hægt. En ég ætla að giska á að hún hafi hent typpinu út um gluggann?"
"Ókei, gluggann, rólegur. Hún semsagt henti því út og hundurinn þeirra gleypti það og kafnaði! Svo gátu þeir ekkert saumað það aftur á karlinn eftir að þau komust upp á spítala af því að hundurinn var búinn að japla eitthvað á því."
"Ert'ekki að grínast?"
"Nei! Hundurinn dauður, karlinn ekki með bibba... svo skildi konan við hann því hann.. sko... hérna gat ekki lengur gert... hérna ..svona.. skyldu sína."
"Hvað meinarðu?"
"RIÐIÐ'ENNI! HANN GAT EKKI LENGUR.... riðið henni... sko. Svo var hún líka ennþá pirruð því hann hætti samt ekkert að stækka."
"Glætan að þetta hafi gerst! Hvar heyrðirðu þetta?"
"Bylgjunni."
"Hvað hefur þetta samt með laseraðgerð að gera? Mér sýnist þú ekki eiga við þetta vandamál að stríða. Hvað ertu stór? Einnogsjötíu?"
"Nei! Ég er einnsjötíuogtveir!"
"Það sama. Hvað sem er. Hérna.... Það hefur samt ekkert með það að gera. Þú getur vel farið í þessa aðgerð."
"EN ef ég byrja svo að taka vaxtakippi á morgun? Hvað þá? Konan skilur við mig og hundurinn dauður!"
"Áttu kærustu?"
"Nei."
"Áttu hund?"
"Nei.. hvað ertu að reyna að segja? Ertu að segja að ég sé ljótur? Eigi ekki möguleika á því að eiga kærustu? Jafnvel of ljótur til að eiga hund?"
"Nei það var ekki það sem ég var að reyna að segja. Ég er bara að reyna að koma því á framfæri að þú þurfir kannski ekki að hafa af því áhyggjur að konan þín skeri undan þér þar sem þú átt enga konu. Hvað er ég að segja? Gleymdu þessu bara. Þú þarft ekkert á þessari aðgerð að halda, þú ert glæsilegur með gleraugun."
"Óþarfi að vera með einhvern dónaskap. Ég var ekki að segja að ég myndi ekki koma i aðgerð. Ég tel bara ekki rétta tímann kominn. Ég ætti að bíða í nokkur ár og sjá svo til."
"Gerðu það endilega. Sjáðu til hvort þú takir ekki einhverja.... (hóst)... vaxtakippi."
"Já, ég held ég geri það. Better seiff þann sorrhí maður."
"Hvað skulda ég þér fyrir þetta?"
"398 krónur."
"Hérna er 400 kall."
"Má ég sjá.. nei.. þetta er 300 kall og tveir fimmtíukallar!"
"Eigðu bara afganginn félagi. Takk fyrir."